04.03.2023
Átak ehf hefur fest kaup á nýjum sendibíl sem er 100% rafmagn. Bíllinn dregur um 330 km svo hann ætti að nýtast í allar þjónustuferðir á svæðinu. Anton rafvirki sótti bílinn og er bjartsýnn með framhaldið. Olíueyðsla fyrirtækisins minnkar um ca 10% við þessa fjárfestingu.
17.01.2022
Seljum hleðslustöðvar frá Rafbox og fleiri heildsölum. Setjum einnig upp og tengjum allar gerðir af hleðslustöðvum.
28.09.2021
Nýir lampar í skyggni fyrir N1 Blönduósi. Í þessu verkefni er rafmagnsnotkun 60% minni og lýsing 80-90% meiri í Luxum talið. 9 stykki 100W ljósker skapa þessa góðu lýsingu undir skyggni á N1 Blönduósi
19.03.2020
Unnið er við töflusmíði á verkstæði Átaks þessa dagana. Bjóðum upp á góðar lausnir í smíði á töflum í öllum stærðum.
21.02.2020
Átak býður upp á alhliða ráðgjöf varðandi innkaup og uppsetningu á varaaflsstöðvum.
20.11.2019
Átak hefur séð um uppsetningu á rafbúnaði og eftirlit á vél- og rafbúnaði í Brúarvirkjun.
06.10.2019
Átak ehf fjárfesti í vinnulyftu sem lyftir 500kg. Lyftan verður notuð í verkefni sem framundan eru og einning er hægt að fá hana leigða.