Tekin var skóflustunga að nýju gagnaveri á Blönduósi í dag við Svínvetningabraut undir starfsemi hýsingarfyrirtækisins Borealis Data Center ehf að viðstöddu fjölmenni. BDC North ehf. ætlar að byggja og reka húsið en félagið verður í eigu Ámundakinnar ehf. og Borealis Data Center. Skóflustunguna tóku vaskir aðilar sem komið hafa að verkefninu með ýmsum hætti í mörg ár en þeir eru Björn, Arnar Þór, Guðmundur Haukur og Ásmundur Einar.
Þennan sama dag skrifaði Átak ehf uppá þjónustusamning við Borealis Data Center ehf með tengingar á spennistöð og rekstur rafveitu fyrir gagnaverið.