Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Átaks síðustu vikurnar. Uppbygging er hröð og hefur gengið misjafnlega að fá efni til að geta afhent rafbúnað á réttum tíma til verkkaupa. Nú er vinnu við háspennu og lágspennu nærri lokið og ætti að vera hægt að spennusetja gagnaverið fljótlega. Áformað er að setja tölvur í helming af húsinu í fyrstu þ.e. suðurendann og keyra þær upp fljótlega. Aflið í þetta hálfa hús er meira en Blönduós tekur og því verða kæliviftur að fjarlægja mikinn hita frá húsinu. Þegar húsið verður komið í fullt afl er notkun 3MW og ótrúlegt að hægt sé að losa svo mikla orku frá ekki stærra húsi með viftum.